Sonur hennar, Jose Natan Carvalho, var handtekinn skömmu eftir að líkið fannst en hann er grunaður um að hafa banað móður sinni.
Þegar hann var færður fyrir dómara játaði hann að hafa skorið í hnakka hennar og að hafa skorið hönd hennar af.
Metro segir að Jose, sem er 21 árs, hafi sagt að hann hafi viljað geyma fingur hennar til að geta komist yfir peninga sem hún átti í banka. Hann sagði einnig að hann hefði orðið henni að bana í tengslum við svartagaldursathöfn eftir að hún hafði framkvæmt slíka athöfn á honum.
Lík Sandra fannst vafið inn í lak og handklæði. Það var frænka Jose sem tilkynnti lögreglunni um líkið eftir að hún kom á heimili þeirra mæðgina og fann mikla rotnunarlykt. Líkið var farið að rotna og er talið að Sandra hafi verið myrt nokkrum dögum áður.