Bruun lést 21. nóvember 1923. Í erfðaskrá hans var kveðið á um að glæsilegt myntsafn hans skyldi vera í umsjón danska seðlabankans næstu 100 ári. Átti það að vera einhverskonar trygging fyrir mynt- og orðusafn landsins. Það er að segja, ef því yrði stolið eða myndi eyðileggjast þá átti safnið hans að koma í staðinn.
Í þessi 100 ár hafa áhugasamir getað skoðað safnið hans í seðlabankanum en í nóvember á síðasta ári voru þessi 100 ár liðin og því var komið að lokum vörslutíma seðlabankans á safninu.
Bloomberg segir að nú verði safnið boðið upp í Bandaríkjunum. Áætlað verðmæti þess er sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna en það er upphæðin sem safnið er tryggt fyrir.
Það er uppboðshúsið Stack´s Bowers, sem sérhæfir sig í sölu sjaldgæfra mynta, sem sér um uppboðið. Safnið verður selt í mörgum hlutum og verður fyrsti hlutinn boðinn upp í haust.
Talsmenn uppboðshússins segja safnið „verðmætasta myntsafnið sem nokkru sinni hefur komið á markaðinn“.
Bruun safnaði meðal annars mynt frá víkingatímanum á Bretlandseyjum og hann skráði Danmerkursöguna með mynt frá tíundu, elleftu og tólftu öld svo eitthvað sé nefnt.