Þar fundu þeir leifar konu, sem var grafin fyrir 100 árum. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að líkamsleifar hafi fundist í kirkjugarðinum en það sem þykir ákaflega merkilegt er að postulínsgallblaðra var í konunni.
Í fyrstu vissu fornleifafræðingarnir ekki hvað þetta var en með aðstoð sérfræðinga á öðrum sviðum var hægt að staðfesta að þessi egglaga hlutur, sem var inni í beinagrind konunnar, var postulínsgallblaðra. Þetta er í fyrsta sinn sem postulínsgallblaðra finnst við fornleifauppgröft. Live Science skýrir frá þessu.
Skýrt var frá þessu í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu International Journal of Osteoarchaelogy. Þar lýsa höfundarnir því hvernig gallblaðran hafði varðveist í heila öld í gröfinni, sem var ómerkt.
Ekki er um það að ræða að gallblaðran sé úr postulíni, heldur hafði gallblaðra konunnar kalkað en þá safnast kalk fyrir í vöðvavegg líffærisins og það harðnar.
Líffærið var í miðaldra konu sem var jarðsett í kirkjugarðinum sem var í notkun frá 1855 til 1935.
Tugir þúsunda sjúklinga dvöldu á sjúkrahúsinu. Um 7.000 þeirra létust þar og voru þeir jarðsettir í einföldum furukistum.
Kirkjugarðurinn féll í gleymskunnar dá en „fannst á nýjan leik“ 2012 þegar unnið var við framkvæmdir á svæðinu. Uppgröftur hefur staðið yfir síðan 2022.