Það er möguleiki á því að Thiago Silva sé ekki á förum frá Lundúnum og gæti leikið á Englandi næsta vetur.
TNT Sports í Brasiíu greinir frá en Silva mun kveðja lið Chelsea eftir tímabilið en hann er 39 ára gamall.
Brassinn er mest orðaður við endurkomu til heimalandsins og þá aðallega lið Fluminese.
Samkvæmt TNT er Silva með tilboð frá þremur öðrum liðum í London en þau eru ekki nafngreind að svo stöddu.
Silva er fáanlegur á frjálsri sölu en mestar líkur eru þó á að hann endi aftur í Brasilíu.