Ellefu einstaklingar standa eftir í baráttunni um Bessastaði, nú þegar framboðsfrestur er liðinn, og því ekkert að vanbúnaði en að spyrja lesendur í sjötta sinn hvern þeir geta hugsað sér sem leiðtoga þjóðarinnar á Bessastöðum.
Mikil og góð þátttaka hefur verið í síðustu könnunum og greinilegt að heitustu stuðningsmenn sumra frambjóðenda senda út heróp til annarra um að styðja sinn mann með rafrænu atkvæði.
Mjótt var á mununum í síðustu könnun, sem fór fram 14 – 21. apríl, þar sem Katrín Jakobsdóttir hlaut 21,83% fylgi, Halla Tómasdóttir 21,18% fylgi, Baldur Þórhallsson 20,79% fylgi og Halla Hrund Logadóttir var fjórða með 16,19% fylgi. Niðurstöðurnar geta lesendur kynnt sér hér.
Eins og ítrekað hefur verið þá eru niðurstöðurnar ekki á nokkurn hátt vísindalegar en þó má án efa lesa úr þeim vísbendingar. Góð kosning blæs frambjóðendum eflaust baráttuanda í brjóst rétt eins og að slæm niðurstaða getur sáð efasemdarfræjum, eflaust réttmætum, í herbúðum framboða.
Við spyrjum því, í sjötta sinn: