Wesley Sneijder, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segist vita hvenær Erik ten Hag missti búningsklefann hjá Manchester United.
Að mati Sneijder þá missti Ten Hag klefann er hann ákvað að lenda í rifrildum við goðsögnina Cristiano Ronaldo sem var fljótlega síðar farinn til Sádi Arabíu.
Starf Ten Hag er í mikilli hættu fyrir næsta vetur en gengi United í vetur hefur ekki staðist væntingar.
,,Hann gerði fyrstu mistökin með því að takast á við Cristiano Ronaldo,“ sagði Snjeijder við Veronica Offside.
,,Það var tímapunkturinn þar sem hann missti virðingu leikmanna. Hann hélt að hlutirnir myndu falla með sér en auðvitað gerðist það ekki.“
,,Þessir leikmenn í búningsklefanum hugsuðu með sér hvort maðurinn væri klikkaður.“