Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, viðurkennir það að hann sé ekki viss hvort hann verði leikmaður liðsins næsta vetur.
Fernandes er líklega mikilvægasti leikmaður United en hann mun spila með Portúgal á EM í Þýskalandi í sumar.
Portúgalinn viðurkennir að hann muni íhuga sína eigin stöðu í sumar eftir að Evrópumeistaramótinu lýkur.
,,Ég er ekki að hugsa um aðra hluti eins og staðan er í dag. Augljóslega veltur þetta ekki bara á mér, er það?“ sagði Fernandes.
,,Leikmaður þarf að vilja spila fyrir félagið en á sama tíma þá þarf félagið að vilja halda honum. Eins og er þá finn ég fyrir báðu.“
,,Ef þið viljið að ég sé hreinskilinn þá þarf ég að hugsa um mína framtíð í ensku úrvalsdeildinni og það mun ekki gerast þar til eftir EM í sumar. Ekkert mun taka einbeitinguna frá úrslitaleik FA bikarsins og svo EM. Það er ekkert mikilvægara en það í dag.“