David Beckham, goðsögn Manchester United og Real Madrid, gat varla verið stoltari eftir leik Inter Miami og New England Revolution á dögunum.
Beckham er í dag eigandi Inter Miami sem leikur í efstu deild Bandaríkjanna en liðið setti nýlega met í viðureign gegn Sporting Kansas City.
Um 72 þúsund manns mættu á leik Miami og Kansas sem er félagsmet og mættu síðar 65 þúsund manns á leikinn gegn New England.
Báðir leikir Miami voru á útivelli en um er að ræða vinsælasta lið Bandaríkjanna enda eru stórstjörnur í leikmannahópnum.
Menn á borð við Lionel Messi, Sergio Busquets, Jordi Alba og Luis Suarez spila með Miami sem hefur byrjað tímabilið vel þetta árið.
Bæði Kansas og New England hafa aldrei fengið fleiri áhorfendur en gegn Miami, afrek sem Beckham gæti varla verið stoltari af og birti hann færslu á Instagram vegna þess.