Það eru fáir sem vita það en tónlistargoðsögnin Robbie Williams er góðvinur fyrrum knattspyrnumannsins Jamie Redknapp.
Williams upplifði mjög erfiða tíma í kringum 1995 eftir að hafa yfirgefið hljómsveitina Take That og hóf í kjölfarið sinn eigin feril sem tónlistarmaður.
Fjölmiðlar létu Williams ekki í friði eftir þessa ákvörðun en hann fékk að fela sig heima hjá Redknapp sem lék með Liverpool á þessum tíma.
Williams er heimsfrægur í dag en Redknapp hefur nú útskýrt hans eigin reynslu af því sem átti sér stað.
,,Hann kom heim til mín þegar allt þetta rugl gekk á, hann vildi í raun bara fela sig,“ sagði Redknapp.
,,Hann var vanur að koma með okkur á æfingasvæðið, Roy Evans bauð honum með í rútuna þegar við spiluðum við Aston Villa.“
Nokkru síðar ákváðu Redknapp og vinir hans, Don Hutchinson og Phil Babb að kíkja niður í bæ ásamt Williams.
,,Við ákváðum að fá okkur nokkra drykki með Robbie, Robbie er mjög hrifinn af karaoke og ákvað að slá til.“
,,Við töldum þetta vera slæma hugmynd því hann átti í raun að vera í felum, það voru þó engir samskiptamiðlar á þessum tíma… Þú getur aðeins ímyndað þér[hvað hefði gerst].
,,Hann ákveður að stíga á svið og syngur þetta frábæra lag, ekki hans lag en fallegt lag. Hann hljómar stórkostlega.“
,,Stuttu seinna kemur strákur að mér og segir við mig: ‘Hann er góður er það ekki? Er þetta vinur þinn? – Ég svaraði: ‘Já, hann á séns, ekki rétt?’