Ansu Fati og Clement Lenglet, báðir í eigu Barcelona, hafa vakið áhuga lið í Sádi-Arabíu. Spænski miðillinn Sport segir frá þessu.
Fati er á láni hjá Brighton og Lenglet hjá Aston Villa. Hvorugur hefur átt vel heppnað tímabil.
Fyrrnefndi leikmaðurinn var eitt sinn álitinn einn sá efnilegasti í heimi en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum 21 árs gamla leikmanni.
Áhugi er á Fati frá Spáni og eru Atletico Madrid, Sevilla og Valencia á meðal áhugasamra. Það er þó einnig áhugi frá Sádí sem fyrr segir en bæði Börsungar og Fati gætu grætt meira á að hann færi þangað fjárhagslega.