Segja má að ofbeldisbrot manns í Vestmannaeyjum gegn sinni fyrrverandi hafi að mestu verið án afleiðinga. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið konuna að minnsta kosti einu hnefahöggi í andlit og sparkað og slegið hana ítrekað í líkamann þar sem hún lá í gólfinu, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreifieymsli undir hægra auga, mar undir vinstra auga, skrámu við augabrún, eymsli í hársverði hægra megin, þreifieymsli yfir bringu, eymsli og mar á hægri upphandlegg, mar á vinstri upphandlegg, rispur og klórför á hægri síðu, mar á hægri rasskinn og eymsli á hægri sköflungi.
Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og gerði ekkert til að verja sig. Var því dæmt eftir ákærunni. Samkvæmt sakavottorði hefur maðurinn ekki brotið af sér áður.
Hann var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar upp á rétta rúmar 150 þúsund krónur.
Dóminn má lesa hér.