Freyr Alexandersson verður hið minnsta að vinna einn leik með Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni til að eiga séns á að bjarga liðinu frá falli.
Staðan er ögn svartari hjá AS Eupen þar sem Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson eru leikmenn.
Kortrijk vann sigur á RWDM um helgina og er nú tveimur stigum á eftir liðinu, Kortrijk mætir Eupen um helgina.
Eupen þarf að vinna báða leiki sína en tvær umferðir eru eftir til að eiga von á að halda sér uppi.
Freyr þarf hið minnsta að vinna einn og mögulega þarf liðið að vinna báða síðustu leikina til að halda sér uppi.
Freyr tók við þjálfun Kortrijk í janúar og hefur bætt leik liðsins en staðan var talsvert verri þegar Freyr tók við.