Frá 59 mínútu gegn ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla hefur Valur ekki náð að skora mark úr opnum leik í deildinni.
Liðið skoraði ekki gegn Fylki í annari umferð og sömu sögu var að segja gegn Stjörnunni í þriðju umferð deildarinnar.
Liðið gerði svo 1-1 jafntefli gegn Fram í deildinni í gær þar sem markið kom eftir fast leikatriði.
Því eru 301 mínúta frá því að Valur skoraði síðast mark úr opnum leik í deildinni en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði það.
Valur er með fimm stig eftir fjórar umferðir í deildinni og er liðið nú sjö stigum á eftir toppliði Víkings.
Sóknarleikur Vals hafa verið mikil vonbrigði í upphafi móts en liðið fann sinn takt gegn FH í bikarnum en sá taktur hefur ekki fundist í deildinni.