fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón Steinar alveg orðinn ringlaður – Skorar á Höllu Hrund

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 15:00

Jón Steinar Gunnlaugsson og Halla Hrund Logadóttir. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkra athygli vakti um helgina þegar Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari sagðist hafa ákveðið að styðja Höllu Hrund Logadóttur í forsetakosningunum eftir að hafa áður stutt framboð Arnars Þórs Jónssonar þar sem hann teldi sigurlíkur Höllu meiri, miðað við fylgi hennar í skoðanakönnunum. Hann dró hins vegar stuðninginn til baka skömmu síðar en nú hafa enn orðið nýjar vendingar í þessu máli.

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Stuðningur Jóns Steinars við Höllu Hrund stóð ekki lengi því eftir nokkrar klukkustundir dró hann stuðninginn til baka, að eigin sögn vegna þess að hann hefði fengið upplýsingar um að Halla Hrund væri andvíg öllum virkjunum. Sagði Jón Steinar að hann óttaðist að Halla Hrund myndi beita synjunarvaldi forsetans gegn virkjunum og hann héldi því áfram að styðja Arnar Þór.

Jón Steinar studdi Höllu Hrund í tæpar 300 mínútur – „Mér varð á í messunni“

Þessari vegferð Jóns Steinars er þó ekki lokið en í aðsendri grein á Vísi segir hann að framboð Höllu Hrundar hafi andmælt fullyrðingum hans og mælist hann því til þess að hún taki af öll tvímæli um viðhorf sitt til virkjana:

„Ég hef tekið það fram í skrifum mínum á fasbók, að dýrustu verðmæti þjóðarinnar fælust í þeim auðlindum náttúrunnar sem unnt væri að virkja til okuframleiðslu án þess að grípa þyrfti til kola eða olíu eins og nauðsynlegt er víðast hvar erlendis,“ skrifar Jón Steinar í upphafi greinar sinnar.

Hann segir í greininni að hann hafi fallið frá stuðningnum við Höllu Hrund eftir að hafa fengið heimildir, sem hann taldi traustar, fyrir því að hún væri andvíg virkjunum. Þessu hafi framboð Höllu Hrundar andmælt en áður en Jón Steinar tekur annan snúning í stuðningi sínum við forsetaframbjóðendur vill hann fá opinbera staðfestingu frá henni:

„Nú hef ég fengið úr herbúðum hennar heimildir fyrir því að þessi skoðanaskipti mín stæðust ekki. Konan væri fylgjandi virkjunum á náttúruvænum orkugjöfum rétt eins og ég. Legg ég nú til við hana að taka afdráttarlaust fram opinberlega, að hún styðji náttúruvænar virkjanir á orku og muni ekki beita synjunarvaldi forseta á lög frá Alþingi um slíkar virkjanir ef til kæmi. Þetta ættu líka aðrir forsetaframbjóðendur að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?