Breyting hefur verið gerð á leikvelli leiks Þór/KA og Þróttar R. og fer leikurinn fram í Boganum.
Um er að ræða leik í þriðju umferð Bestu deildar kvenna og átti hann að fara fram utandyra á VÍS-vellinum á Akureyri. Hann hefur hins vegar verið færður inn í Bogann.
Besta-deild kvenna
Þór/KA – Þróttur R
Var: Fimmtudaginn 2. maí kl. 18.00 á VÍS vellinum
Verður: Fimmtudaginn 2. maí kl. 18.00 í Boganum