fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 09:27

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona, sem kallar sig Chaos Confetti á TikTok, segir að hún upplifi sig aldrei jafn örugga og þegar hún er á Íslandi.

Undanfarið hefur verið hávær umræða á samfélagsmiðlinum um hvort konur séu hræddari við karlmenn eða birni.

Það hefur vakið mikla athygli að flestar bandarískar konur segjast frekar vilja mæta bjarndýri heldur en karlmanni. Hér má sjá nokkur myndbönd tengd þessu, en þetta hefur komið af stað athyglisverðri umræðu um öryggi kvenna og kynferðisofbeldi.

@ol_foureyes My mother never warned me about bears… Original stitch: @LJ TRUTH🕵🏾‍♂️ #manvsbear #ichoosethebear #fypage #realitycheck #listentowomen ♬ original sound – 🌞 🌙 ✨

@dontceceme I can’t get over these #comments #relatable #feminist #bears #fyp #foryou ♬ original sound – cece

John var lögreglumaður í 31 ár og hann sagðist frekar vilja að dóttir sín væri ein í skóginum með birni heldur en karlmanni, hann útskýrir af hverju hér að neðan.

@jon.the.detective Man or bear a detective’s perspective. Team Bear. #fyp #manvsbear #woods #bearman ♬ original sound – Jon.The.Detective

Þetta er aðeins brot af myndböndunum um þetta á TikTok, smelltu hér til að skoða fleiri.

Ísland blandast í umræðuna

Bandaríska konan, sem kallar sig Chaos Confetti á TikTok, blandar sér í umræðuna og nefnir Ísland í þessu samhengi.

„Maður eða björn og Ísland tengist þessu, því eftir fyrstu ferðina mína til Íslands þá kom ég heim með alveg nýja frelsistilfinningu. [Ég sá myndband á netinu] þar sem Bandaríkjamenn voru spurðir: „Þegar þú varst í fríi er erlendis, hvenær áttaðirðu þig á því að þú værir ekki lengur hrædd/ur?“ Og ég upplifði það [á Íslandi],“ segir hún.

„Ég held að Airbnbn gestgjafi minn hafi hlegið mest þegar ég spurði: „Hvar má ég ganga um?“ Og hann sagði: „Alls staðar.“ Og ég spurði: „Hvenær er ég að fara í óleyfi inn á lóð einhvers (e. trespassing)?“ Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af því. Ég spurði þá hvort að það myndi einhver koma út með haglabyssu og segja mér að hunskast burt af lóðinni þeirra. Hann sagði: „Við gerum það ekki hér…“ Og ég fór í friðsælasta göngutúr ævi minnar. Það er ástæðan af hverju ég fer alltaf aftur og aftur til Íslands, það er svo friðsælt þarna,“ sagði hún en bætti við að það væri allt önnur saga að festast í snjónum.

„Ég hef séð marga Evrópubúa segja að þeir yrðu hræddari að rekast á bjarndýr í skóginum en karlmann. En minn mesti ótti eru karlmenn. Ég hef nokkrum sinnum rekist á birni í skóginum og ég öskraði og birnirnir létu sig hverfa. En ætli spurningin mín til Evrópubúa sé ekki þessi: Óttist þið ekki karlmenn í ykkar landi á þann hátt að þið mynduð frekar vilja rekast á björn? Því… vá. Eða er það því þið hafið ekki mætt bjarndýri og vitið ekki hvernig það er? Því ég skil ef þið hafið aldrei séð björn, að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af. En það sem drepur oftast einhvern eins og mig, er einhver sem lítur út eins og ég,“ segir hún.

„En mér finnst evrópskir menn öðruvísi, sérstaklega karlmennirnir á Íslandi. Mér hefur aldrei fundist mér ógnað þarna, ég hef aldrei upplifað mig óörugga eða að það þurfi að vernda mig. Þið kunnið á frelsi,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hennar hér að neðan og smelltu á það til að sjá athugasemdirnar við færsluna.

@chaos_confetti #bearormanquestion #iceland #europetravel #europe #icelandtraveling ♬ original sound – Chaos_Confetti 🍉

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram