fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Pressan
Miðvikudaginn 1. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur karlmaður situr eftir í súpunni eftir að hafa hagað sér illa um borð í flugvél United Airlines-flugfélagsins þegar hún var á leið frá London til New Jersey þann 1. mars síðastliðinn.

Maðurinn, Alexander Michael Dominic MacDonald, var á ferðalagi ásamt kærustu sinni þegar þau fóru að rífast. Starfsfólk um borð bað hann að lækka róminn og í fyrstu fór hann eftir fyrirmælum starfsfólks. Ekki leið á löngu þar til þau byrjuðu aftur að rífast og gekk starfsfólki ekkert að róa Alexander niður sem var sínu æstari en kærastan.

Parið var undir áhrifum þegar atvikið varð og lét Alexander starfsfólk vélarinnar heyra það, auk þess sem hann ýtti yfirflugfreyju vélarinnar.

Flugstjórinn taldi réttast að lenda vélinni í Maine til að tryggja öryggi allra um borð. Starfsfólki, með aðstoð tveggja farþega, tókst að lokum að yfirbuga manninn og var hann bundinn fastur við sætið sitt og handtekinn þegar vélin loksins lenti.

Í frétt Business Insider kemur fram að dómstóll hafi nú dæmt Alexander til að greiða United Airlines rúma 20 þúsund dollara, tæpar þrjár milljónir króna, í skaðabætur vegna atviksins. Þá hefur flugfélagið bannað honum og kærustu hans að stíga aftur um borð í vélar flugfélagsins.

Um leið og sektin hefur verið greidd verður Alexander svo vísað úr landi og hann sendur aftur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana