Hollywood-leikkonan Anne Hathaway fékk heldur betur óvænt skilaboð frá Leandro Trossard, leikmanni Arsenal, í beinni útsendingu vestan hafs.
Hathaway opinberaði á dögunum í viðtali að hún væri harður stuðningsmaður Arsenal en hún og meðleikari hennar, Nicholas Galitzine, fögnuðu þá marki Trossard gegn Chelsea í beinni.
Markið kom í 5-0 sigri Arsenal og Hathaway kallaði: „Ég elska þig“ eftir mark Trossard.
Trossard birtist svo óvænt á skjánum er þau voru í viðtali í gær.
„Hæ Anne, ég kunni mjög að meta hvernig þú fagnaðir markinu mínu um daginn. Haltu áfram að styðja okkur og vonandi sé ég þig fljótlega á Emirates,“ sagði hann í myndbandinu.
„Ertu að grínast?“ spurði Hathaway. „Ég titra,“ bætti hún við.
Hér að neðan má sjá þetta.