fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 07:06

Verkefni lögreglu voru fjölbreytt að vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og gista tveir einstaklingar fangaklefar nú í morgunsárið. Alls voru bókuð 53 mál í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögregla handtók ölvaðan mann á Austurvelli í gær en hann hafði verið að áreita gesti á bar í nágrenninu og sýnt af sér ógnandi hegðun. Hann var handtekinn við komu lögreglu á vettvang og fluttur á lögreglustöð þar sem málið fór í hefðbundið ferli.

Þá var lögregla send ásamt sjúkraliði í heimahús en þar kvaðst aðili hafa orðið fyrir líkamsárás. Við komu viðbragðsaðila á vettvang brást hann ókvæða við og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart lögreglu og sjúkraliði. Þrátt fyrir nokkrar fortölur af hálfu lögreglu og sjúkraliðs á vettvangi náði maðurinn engri stjórn á sér og fór að hann var handtekinn eftir að hafa brotið rúðu í hamaganginum. Málið er í rannsókn.

Lögreglu var svo tilkynnt um grunsamlegar ferðir manns í miðborginni sem var að sögn tilkynnanda að taka í hurðarhúna og lýsa inn í bifreiðar. Mannsins var leitað en fannst ekki við leit lögreglu.

Leigubílstjóri óskaði svo eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í vandræðum með farþega sem neitaði að borga fargjald. Var honum leiðbeint með framhaldið af hálfu lögreglu.

Loks var tilkynnt um ölvaðan einstakling sem hótaði afgreiðslufólki á bensínstöð. Við komu lögreglu á vettvang kannaðist maðurinn ekki við neitt og var honum því vísað á brott en á því stigi lágu engar kröfur fyrir í málinu.  Nokkru síðar barst lögreglu önnur tilkynning um einstakling sem væri með hótanir í verslun skammt frá og reyndist það vera sá hinn sami. Hann var færður í lögreglutök og streittist hann á móti handtöku. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks