Uppfært – Aníta Rós er fundin – heil á húfi
Sigríður Jónsdóttir hefur lýst eftir fósturdóttur sinni, Anítu Rós sem strauk af meðferðarheimilinu Stuðlum í dag (mánudag).
Sigríður hefur birt tilkynningu um þetta á Facebook og veitt DV góðfúslega leyfi til að deila henni. Í tilkynningunni kemur fram að eftir strokið var Aníta sótt í Egilshöll og er ekki vitað hvert hún fór eftir það. En gefum Sigríði orðið:
Aníta Rós fósturdóttir mín strauk af meðferðarheimilinu Stuðlum í kringum hádegið í dag.
Hún var sótt í Egilshöllina og er ekki vitað hvert hún fór eftir það.
Hún á afmæli á morgun, og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum þann daginn.
Okkur Magga, og Pabba hennar, þætti vænt um að þessu yrði deilt sem víðast og er mikilvægt, hennar vegna, að hún finnist sem allra fyrst og verði komið í öruggar hendur.
Hafir einhver upplýsingar um ferðir hennar eða hvar hún er má vinsamlegast hafa samband við Lögreglu eða mig STRAX.
P.s. Aníta mín, þegar þú sérð þetta, þá þarftu að láta vita af þér, við viljum bara fá að taka utan um þig og svo áfram gakk!