Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetja Stjörnunnar gegn Fylki í síðasta leik fjórðu umferðar Bestu deildar karla.
Leikurinn var tíðindalítill og Stjarnan átti í mestu vandræðum með að skapa sér færi.
Fylkismenn ógnuðu með góðum skyndisóknum og Árni Snær Ólafsson markvörður Stjörnunnar þurfti reglulega að taka honum stóra sínum.
Það var svo á 93 mínútu leiksins sem Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði eina mark leiksins.
Guðmundur sem er á láni frá Mjallby í Svíþjóð kom inn sem varamaður þegar hálftími var eftir leiknum.
Stjarnan er með sex stig eftir fjóra leiki en Fylkir er með tvö stig eftir jafntefli við Val og nú Stjörnuna.