Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa var á skotskónum í sigri liðsins á Cagliari í efstu deild á Ítalíu í kvöld.
Albert skoraði þriðja mark leiksins í 3-0 sigri en Albert hefur átt frábært tímabil.
Um var að ræða 14 mark Alberts í deildinni en hann hefur einnig lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína.
Genoa er öruggt með sæti sitt í deildinni að ári en nánast allar líkur eru á því að félagið selji Albert í sumar enda er áhuginn á honum gríðarlegur.
Markið í kvöld má sjá hér að neðan.
quem não é fã de Albertinho Gudmundsson, não sabe o que tá perdendo
14 gols e 3 assistências na Serie A! Dá para bater 20 participações em gols tranquilamente pic.twitter.com/CKPrsZ0jHH
— César Costa (@cesar21costa) April 29, 2024