fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Fréttir

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir, rithöfundur, sem starfar fyrir forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar, gagnrýnir harðlega spurningar sem hann fékk í sjónvarpsþætti Stefáns Einar Stefánssonar, Spursmál, á mbl.is, fyrr í dag.

Myndir sem eiga að sýna Baldur og Felix eiginmann hans í húsakynnum kynlífsklúbbs í París hafa verið í dreifingu á netinu. Í umfjölluninni var athyglinni beint að ljósmynd frá árinu 2012 sem á að hafa verið tekin á tveggja ára afmæli skemmtistaðarins  Krash bar. Stefán Einar spurði hvort slíkt myndefni og dreifing á því gæti skaðað ímynd forsetaembættisins.

Baldur kannaðist ekki við neinar heimsóknir á kynlífsklúbba og benti á að þessi tiltekna ljósmynd væri mjög siðsamleg og sýndi hann á bar. Hvaða starfsemi önnur hefði hugsanlega verið í þeim húsakynnum fyrr eða síðar kæmi honum ekki við.

Stefán Einar sagði: „Ég ít­reka það að það er ekki létt verk í sjálfu sér að færa þetta í tal. En ég tel að það sé nauðsyn­legt því á sama tíma og ég tel að þetta séu einka­mál­efni þá get­ur þetta haft áhrif á ásýnd embætt­is­ins og þess sem því gegn­ir. Ekki aðeins hér heima held­ur líka er­lend­is.“

Baldur benti á að bæði hann og Felix hefðu í gegnum árin komið fram fyrir hönd þjóðarinnar og aldrei hefði verið svartur blettur á þeirra framkomu. „Og það væri dá­lítið sér­kenni­legt ef það myndi breyt­ast ef við flytt­um á Bessastaði,“ sagði hann, og ennfremur:

„Ég lít á það þannig að ég hef hingað til haldið tugi fyr­ir­lestra, verið gesta­fræðipró­fess­or beggja vegna Atlants­hafs­ins, oft mánuðum sam­an, hálft ár. Og ég lít ein­fald­lega svo á að ég sé full­trúi ís­lensku þjóðar­inn­ar, þó ég sé það að sjálf­sögðu óbeint. Það hef­ur aldrei varpað skugga á ís­lenskt sam­fé­lag eða Ísland, okk­ar fram­koma er­lend­is.“

Hommi í dag svipað og kona árið 1980

Sólborg spyr í aðsendri grein á Vísir.is í dag hvort spyrja megi homma að öllu. Baldur fái spurningar um persónuleg málefni sem aðrir frambjóðendur myndu aldrei fá, vegna þess að hann er hommi. Staða hans sé að þessu leyti svipuð og staða Vigdísar Finnbogardóttur sem konu í forsetaframboði árið 1980:

„Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum. Siðareglur blaðamanna virðast litlu skeyta þegar kemur að tilteknum forsetaframbjóðanda, enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist,“ skrifar Sólborg.

Hún spyr hvort við ætlum að velja drullupytti fordóma eða brjóta fleiri blöð í sögunni (líkt og gerðist þegar Vigdís varð forseti, fyrst kvenna):

„Valið er okkar. Ætlum við að synda áfram í drullupytti fordóma og haturs eða brjóta fleiri blöð í sögunni? Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað. 

Takk Baldur Þórhallsson, fyrir hugrekkið, baráttuna og fyrir að vera fyrirmynd okkar allra, þrátt fyrir ósanngjarnt mótlætið og hatrið. Þú ert minn forseti. “

Greinina má lesa í heild hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi

Drengurinn sem grunaður er um hnífstunguárásina á menningarnótt áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing

Vinsælasti borgarfulltrúinn ætlar á þing
Fréttir
Í gær

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco

Tveir Íslendingar sagðir hafa svikið rúmlega hálfa milljón Bandaríkjadala út úr fyrirtæki í San Francisco
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar

Maðurinn sem lést í Hlauptungufossi var frá Katar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“

„Í fyrsta skiptið í mínu lífi var ég meðhöndlaður eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi

Dópsali með fulla vasa af peningum sagðist hafa verið að selja vændi