fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 07:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki í Rússlandi að til standi að kveðja 300.000 menn til herþjónustu til að hægt verði að hrinda stórsókn af stað gegn næststærstu borg Úkraínu, Kharkiv. Stórsókn á borgina gæti breytt gangi stríðsins og gæti brotið baráttuvilja Úkraínumanna niður eru þau rök sem færð eru fyrir árás á borgina.

Þetta lítur kannski vel út fyrir Kreml, en kannski aðallega á pappírunum. Ástæðan er að þegar gripið var til herkvaðningar haustið 2022 brutust mótmæli út í mörgum héruðum landsins og ný herkvaðning verður örugglega ekki vinsæl.

Af þessum sökum hafa Rússa síðasta hálfa annað árið einbeitt sér að því að fá sjálfboðaliða til að ganga til liðs við herinn. Þetta er oft gert með ansi harkalegum aðferðum, til dæmis með því að sækja fanga í fangelsi landsins eða með því að neyða innflytjendur frá Miðasíuríkjum í herinn.

En það hefur gengið á þessar uppsprettur hermanna og herinn stendur frammi fyrir að þurfa að fylla upp í þau göt sem myndast í hersveitunum á vígvellinum vegna mannfalls og vegna stórhuga áætlana um að fjölga hermönnum um þriðjung, eða upp í 1,5 milljónir. Þetta á meðal annars að gera til að geta styrkt varnirnar á norðvesturvængnum, það er við finnsku landamærin. Sérfræðingar segja erfitt að sjá hvernig á að vera hægt að gera þetta nema með herkvaðningu.

Úkraínski herinn glímir einnig við skort á hermönnum. Íbúafjöldi Úkraínu er tæplega einn þriðji af íbúafjölda Rússlands og því er úr færri mönnum að moða þegar kemur að því að manna her landsins.  Lág fæðingartíðni í landinu á tíunda áratugnum, í kjölfar hruns Sovétríkjanna, og miklir fólksflutningar úr landi gera að verkum að það eru mun færri Úkraínubúar í aldurshópnum 30-35 ára en í eldri aldurshópum.

Úkraínskir stjórnmálamenn standa frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um hvort gripið verði til herkvaðningar í landinu. Þetta er eldfimt mál og því hafa margir stjórnmálamenn verið hikandi við að taka afstöðu til málsins. Á sama tíma kallar herinn eftir fleiri hermönnum. Rætt hefur verið um að þörf sé á að fá 450.000 til 500.000 nýja menn til liðs við herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“