Við lifum nú árdaga gervigreindarinnar og flestum er eflaust ljóst að verulegar breytingar eru framundan. Búast má við að þróun tækninnar verði hröð og þess skammt að bíða að gervigreindin muni gera ýmis störf óþörf, rétt eins og aðrar stórar tæknibyltingar hafa gert í gegnum árin.
Daily Mail fjallaði í vikunni um þær þrjár tegundir starfa sem munu að öllum líkindum hverfa fyrst í hinn stafræna faðm. Þar er helst um að ræða störf þar sem fylgja þarf fyrirfram gefnum leiðbeiningum og störf sem krefjast ekki mikillar greiningarvinnu eða gagnrýnnar hugsunar. Þar eru ýmiskonar skrifstofustörf og þjónustustörf ofarlega á lista.
Þá eru nefnd dæmi um störf sem eru ekki í hættu í náinni framtíð en þar eru ýmiskonar iðnaðarstörf ofarlega, til að mynda málarar, pípulagningamenn, rafvirkjar og fleira í þeim dúr. Það er talsvert lengra í að þessi störf verði
En hér eru þrjár tegundir starfa sem mun fækka verulega á næstu árum.
Reikna má með að störf bókara og í hverskonar bókhaldi verði gervigreindinni að stórum hluta að bráð og sama gæti gilt um launavinnslu. Almennt munu störf sem felast í því að slá gögn inn í einhverskonar kerfi verða óþörf. Sama gildir um störf ritara og ýmis konar móttökustörf.
Störfum við þjónustu og sölu mun fækka verulega á næstu árum í ljósi þess hve ódýr valkostur gervigreindin verður. Mun tæknin auðveldlega geta veitt viðskiptavinum persónulega þjónustu og finna út hvað hentar hverjum og einum.
Mikil tækniþróun hefur verið í veitingabransanum á undanförnum árum, þar sem viðskiptavinir geta pantað mat ´á netinu og fengið hann heimsendan. Sú þróun verður áfram hröð enda ferlið við að panta mat á veitingastað oft á tíðum nokkuð sjálfvirkt. Það gæti orðið hið besta mál fyrir neytendur enda launakostnaður einn helsti kostnaðarliður veitingastaða á Íslandi og víðar.