fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. apríl 2024 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þöggun og leynd ríkir um mál móður á Nýbýlavegi sem ákærð hefur verið að morð á sjö ára syni sínum og morðtilraun gegn 11 ára bróður hans. Málið er vissulega mjög viðkvæmt en nú liggur fyrir að réttarhöld í málinu verða fyrir luktum dyrum. Takmarkar það mjög möguleika fjölmiðla til að afla upplýsinga um málsatvik og færa almenningi upplýsingar um málsatvik.

Sjaldgæft er að réttarhöld í morðmálum séu fyrir luktum dyrum en það er þó ekki einsdæmi. Telja má líklegt að persónuvernd eldri sonar konunnar vegi þungt í þessari ákvörðun.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi föstudag og verður fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að þingfestingunni. Þá mun koman, sem er um fimmtugt, taka afstöðu til ákæru, en hún er, sem fyrr segir, ákærð fyrir morð annars vegar og morðtilraun hins vegar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið ákæruna en munu fá hana í hendur eftir þingfestingu á föstudag.

Fjölskyldan er frá Írak. Konan bjó með sonum sínum tveimur í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg. Eldri drengurinn var farinn í skólann þegar lögregla mætti á vettvang að morgni dags í lok janúar. Yngri drengurinn var þá látinn. Var konan handtekin á vettvangi og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi.

Faðir drengjann býr einnig á Íslandi en annars staðar. Fólkið er frá Írak og nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp