Þöggun og leynd ríkir um mál móður á Nýbýlavegi sem ákærð hefur verið að morð á sjö ára syni sínum og morðtilraun gegn 11 ára bróður hans. Málið er vissulega mjög viðkvæmt en nú liggur fyrir að réttarhöld í málinu verða fyrir luktum dyrum. Takmarkar það mjög möguleika fjölmiðla til að afla upplýsinga um málsatvik og færa almenningi upplýsingar um málsatvik.
Sjaldgæft er að réttarhöld í morðmálum séu fyrir luktum dyrum en það er þó ekki einsdæmi. Telja má líklegt að persónuvernd eldri sonar konunnar vegi þungt í þessari ákvörðun.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi föstudag og verður fjölmiðlum ekki veittur aðgangur að þingfestingunni. Þá mun koman, sem er um fimmtugt, taka afstöðu til ákæru, en hún er, sem fyrr segir, ákærð fyrir morð annars vegar og morðtilraun hins vegar. Fjölmiðlar hafa ekki fengið ákæruna en munu fá hana í hendur eftir þingfestingu á föstudag.
Fjölskyldan er frá Írak. Konan bjó með sonum sínum tveimur í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg. Eldri drengurinn var farinn í skólann þegar lögregla mætti á vettvang að morgni dags í lok janúar. Yngri drengurinn var þá látinn. Var konan handtekin á vettvangi og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi.
Faðir drengjann býr einnig á Íslandi en annars staðar. Fólkið er frá Írak og nýtur alþjóðlegrar verndar hér á landi.