Hörður var að mæta á Hlíðarenda til að spila bikarleik með FH gegn Val en fór hann heim það kvöldið sem leikmaður Vals. Á móti fékk FH Bjarna Guðjón Brynjólfsson á láni frá Val.
„Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ segir Hörður við Vísi um síðastliðinn miðvikudag.
Hörður var í upprunanlega leikmannahópi FH gegn Val á miðvikudag.
„Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta.“