Mohamed Salah er í plönum forráðamanna Liverpool fyrir næstu leiktíð, félagið telur engar líkur á að hann fari burt.
Salah er mikið í fréttum eftir rifrildi sitt við Jurgen Klopp um helgina gegn West Ham.
Salah hefur verið sterklega orðaður við lið í Sádí ARabíu en The Athletic segir ekkert að frétta af slíkum hlutum í dag.
Athletic segir að ekkert hafi komið til tals að Salah fari, hann hafi ekkert rætt við félagið um að hann hafi áhuga á slíkur.
Klopp hættir störfum í sumar en ljóst má vera að samband hans og Klopp er farið í vaskinn, Arne Slot tekur við þjálfun liðsins og gæti fengið að stýra Salah.