Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net hefur heyrt þá sögu að KA hafi boðið 10 milljónir króna í Adam Ægi Pálsson kantmann Vals.
Adam hefur byrjað alla leliki tímabilsins til þessa á bekknum en hann er á sínu öðru tímabili hjá Val.
Adam var frábær til að byrja með hjá Val en fór að missa sæti sitt í byrjunarliðinu undir lok síðasta tímabils.
„Það voru sögusagnir um Adam Páls sem hefur verið á bekknum, félög að reyna að fá hann,“ sagði Elvar Geir í útvarpsþætti Fótbolta.net
„Það sagði mér góður maður á knæpu í miðborg Reykjavíkur að KA hefði gert 10 milljóna króna tilboð í Adam. Sel það ekki dýrara en ég keypti það, knæpusaga.“
Benedikt Bóas Hinriksson fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu heyrði fleiri sögur um Adam. „Það sagði mér ákveðinn aðili að KR hefði reynt,“ sagði Benedikt en öllu þessu var hafnað og Adam Ægir verður áfram leikmaður Vals.