Það er nokkuð ljóst að Arne Slot, stjóri Feyenoord, tekur við af Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool í sumar og því er velt upp hvort bakvörðurinn Lutsharel Geertruida fari sömu leið.
Geertruida var staddur á leik Liverpool og West Ham um helgina og samkvæmt enskum miðlum sat hann á meðal stuðningsmanna Liverpool. Því er velt upp hvort þetta sé vísbending um að hann fylgi Slot til Liverpool.
Geertruida er algjör lykilmaður hjá Feyenoord og hefur komið að tíu mörkum í hollensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Auk þess að spila sem bakvörður getur hann spilað í miðverði og aftarlega á miðjunni.
Kappinn á að baki sjö A-landsleiki fyrir Holland og hann er metinn á 25 milljónir punda.