fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Eyjan
Mánudaginn 29. apríl 2024 11:36

Sigurður Orri Hafþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Húseigendafélagsins á dögunum. Sigurður Helgi Guðjónsson gaf ekki kost á sér til setu í stjórn félagsins, en hann hafði verið stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins með hléum allt frá árinu 1977. Hildur Ýr Viðarsdóttir hefur tekið við af honum sem formaður stjórnar. Hildur Ýr er hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga.

Hildur Ýr Viðarsdóttir, stjórnarformaður Húseigendafélagsins

Þá komu ný inn í stjórn félagsins Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Sigmundur Grétar Hermannsson. Gestur Óskar Magnússon situr áfram í stjórn en hann var kjörinn til tveggja ára á síðasta ári.

Sæunn starfar sem VP innkaupastýringar hjá Controlant en hafði áður verið forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip.

Andrea er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðast sem verkefnastjóri í samskiptum hjá Marel.

Sigmundur Grétar er húsasmíðameistari og eigandi Fagmats, en fyrirtækið sérhæfir sig í ástandsskoðun og rakamælingum fasteigna og faglegri ráðgjöf því viðvíkjandi.

Þá hefur Sigurður Orri Hafþórsson tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins. Sigurður hefur starfað hjá Húseigendafélaginu frá árinu 2019 sem lögfræðingur og síðar lögmaður.

Húseigendafélagið eru hagsmunasamtök húseigenda á Íslandi og hafa starfað óslitið frá árinu 1923. Félagsmenn eru um tíu þúsund og hefur farið jafnt og þétt fjölgandi undanfarna áratugi. Mest hefur fjölgunin verið meðal húsfélaga í fjöleignarhúsum en í félaginu eru nú tæplega 800 húsfélög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks