Nokkur tíðindi voru í könnuninni þar sem Halla Hrund Logadóttir hefur tekið forystu og mælist með tæplega 29 prósenta fylgi. Baldur Þórhallsson mælist með 25 prósenta fylgi og Katrín Jakobsdóttir mælist nú með 18 prósenta fylgi eftir að hafa farið ágætlega af stað í könnunum eftir að hún tilkynnti framboð sitt.
Jón Steinar segir ánægjulegt að sjá að vegur Höllu Hrundar hafi farið vaxandi að undanförnu.
„Þar sýnist mér vera verðugur frambjóðandi, sem auk annars muni ekki hyggja á andstöðu við orkuöflun úr náttúruvænum auðlindum þjóðarinnar, ef Alþingi tekur ákvarðanir um slíkt. Ég hef fyrir mitt leyti fram til þessa stutt framboð Arnars Þórs Jónssonar en hann virðist ekki njóta nægilegs fylgis til að ná kjöri. Ég segi því bara: Kjósum Höllu Hrund,“ segir Jón Steinar en Arnar Þór mælist aðeins með 2,7% fylgi í nýjustu könnun Prósents.