fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 11:26

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir nýja skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið um fylgi forsetaframbjóðenda að umtalsefni á heimasíðu sinni.

Nokkur tíðindi voru í könnuninni þar sem Halla Hrund Logadóttir hefur tekið forystu og mælist með tæplega 29 prósenta fylgi. Baldur Þórhallsson mælist með 25 prósenta fylgi og Katrín Jakobsdóttir mælist nú með 18 prósenta fylgi eftir að hafa farið ágætlega af stað í könnunum eftir að hún tilkynnti framboð sitt.

Jón Steinar segir ánægjulegt að sjá að vegur Höllu Hrundar hafi farið vaxandi að undanförnu.

„Þar sýnist mér vera verðugur frambjóðandi, sem auk annars muni ekki hyggja á andstöðu við orkuöflun úr náttúruvænum auðlindum þjóðarinnar, ef Alþingi tekur ákvarðanir um slíkt. Ég hef fyrir mitt leyti fram til þessa stutt framboð Arnars Þórs Jónssonar en hann virðist ekki njóta nægilegs fylgis til að ná kjöri. Ég segi því bara: Kjósum Höllu Hrund,“ segir Jón Steinar en Arnar Þór mælist aðeins með 2,7% fylgi í nýjustu könnun Prósents.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt