fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
Fréttir

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 11:22

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landskjörstjórn hefur úrskurðað um framboð þeirra þrettán einstaklinga sem skiluðu inn framboðum og tilheyrandi meðmælalistum. Af þessum þrettán voru framboð ellefu einstaklinga úrskurðuð gild en tvö framboð úrskurðuð ógild. Þessir tveir einstaklingar hafa 20 klukkustunda frest til að kæra úrskurðinn en að öllu óbreyttu verða frambjóðendur til embættis forseta Íslands í kosningunum 1. júní ellefu en þeir hafa aldrei verið svo margir. Frambjóðendurnir eru:

Arn­ar Þór Jóns­son

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir

Ástþór Magnús­son Wium

Bald­ur Þór­halls­son

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son

Halla Hrund Loga­dótt­ir

Halla Tóm­as­dótt­ir

Helga Þóris­dótt­ir

Jón Gn­arr

Katrín Jak­obs­dótt­ir

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir

Þegar mest var voru yfir 80 manns að safna meðmælum til framboðs og því ljóst að minnihluti þeirra mun verða á kjörseðlinum.

Framboð Kára Vilmundarsonar Hansen og Viktors Traustasonar voru úrskurðuð ógild. Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar tjáði Vísi að í öðru framboðinu hafi aðeins níu meðmælum verið skilað og í hinu þá hafi vantað heimilisföng meðmælenda, kennitölur og skort verulega á að nægilegur fjöldi væri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Úkraínumenn í miklum vanda – Heilu herdeildirnar yfirgefa vígvöllinn

Úkraínumenn í miklum vanda – Heilu herdeildirnar yfirgefa vígvöllinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“

Segir að Flokkur fólksins sé óstjórntækur – „Fór langt með að tala sig út úr ríkisstjórn í leiðtogaumræðunum“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland og Flokkur fólksins í lykilstöðu – „Ég elska alla flokka“

Inga Sæland og Flokkur fólksins í lykilstöðu – „Ég elska alla flokka“
Fréttir
Í gær

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan

Kosningum 2024 lokið – Samfylkingin stærst en Sjálfstæðisflokkurinn skammt undan
Fréttir
Í gær

Flokkarnir brillera á TikTok – Georg Bjarnfreðarson endurvakinn, gáttuð Inga, Halla á Metro, Bjarni bregður á leik og margt fleira

Flokkarnir brillera á TikTok – Georg Bjarnfreðarson endurvakinn, gáttuð Inga, Halla á Metro, Bjarni bregður á leik og margt fleira
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veður vont á Austurlandi en ekki allt orðið að klessu – Kjörsókn betri en fólk þorði að vona

Veður vont á Austurlandi en ekki allt orðið að klessu – Kjörsókn betri en fólk þorði að vona