Ofurtölvan hefur stokkað spil sín eftir enn eina umferðina í ensku úrvalsdeildinni.
Það eru vendingar á toppnum frá því síðasta niðurstaða Ofurtölvunnar birtist. Þá var Arsenal komið upp fyrir Manchester City og á toppinn. Nú eru ríkjandi meistarar hins vegar aftur komnir í fyrsta sætið. Bæði lið unnu um helgina.
Arsenal er svo í örðu sæti og Liverpool í því þriðja. Aston Villa er þá í fjórða og fer einnig í Meistaradeildina.
Samkvæmt Ofurtölvunni falla Luton og Burnley ásamt Sheffield United, sem þegar er fallið.
Svona spáir Ofurtölvan að þetta endi allt saman.