fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 21:06

Skjáskot / Stöð 2 Sport

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder, þjálfari KR, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deildinni.

Um var að ræða ansi fjörugan leik en Blikar höfðu að lokum betur 3-2 í Vesturbænum þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik.

Gregg var vonsvikinn með tapið og vildi meira frá sínum mönnum en KR virtist missa hausinn aðeins eftir fyrsta mark þeirra grænklæddu.

,,Ég er mjög vonsvikinn með að hafa tapað þessum leik, við þurftum að halda okkur inni í leiknum eftir fyrsta markið,“ sagði Ryder við Stöð 2 Sport.

,,Það sést að við munum alltaf fá tækifæri á heimavelli og skorum að lokum tvö mörk en ef við hefðum haldið stöðunni lengur væru úrslitin mögulega önnur.“

,,Við vorum ekki eins einbeittir og í fyrri hálfleiknum. Við gáfum þeim tvö ódýr mörk.“

Gregg var svo spurður út í gula spjaldið sem hann fékk í viðureigninni.

,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það? Kannski, ég veit það ekki. Ég vil ekki tjá mig um dómarana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“