Paris Saint-Germain er franskur meistari í 12. sinn í sögu Ligue 1 en þetta varð staðfest í gær.
PSG er með 12 stiga forskot á toppi deildarinnar en gerði jafntefli við lið Le Havre á laugardaginn.
Þeim leik lauk óvænt með 3-3 jafntefli en PSG er þrátt fyrir það meistari eftir leik Monaco og Lyon í gær.
Lyon vann heimaleik sinn gegn Monaco 3-2 og ljóst að það síðarnefnda getur ekki náð toppliðinu áður en tímabilið er flautað af.
PSG hefur aðeins tapað einum deildarleik hingað til en það var gegn Nice í september í fyrra.