Strákur að nafni Martin Obi eða Chido-Obi Martin er svo sannarlega að vekja verulega athygli með yngri liðum Arsenal.
Um er að ræða 16 ára gamlan strák sem skoraði heil sjö mörk um helgina er Arsenal vann 9-0 sigur á Norwich.
Obi lék þar fyrir U18 lið liðsins en taæið er að þetta undrabarn fái tækifæri með aðalliðinu á næstu leiktíð.
Framherjinn hefur verið einn sá besti á þessu tímabili en hann er með 28 mörk í aðeins 16 leikjum fyrir unglingaliðið.
Arsenal er að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir þennan stórefnilega leikmann sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.