Ederson, markvörður Manchester City, gæti mögulega verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir liðið á tímabilinu.
Ederson hefur glímt við meiðsli á þessu tímabili og meiddist aftur í gær er City vann lið Nottingham Forest, 2-0.
Ederson fór meiddur af velli í sigrinum en Stefan Ortega spilaði allan seinni hálfleikinn í marki meistarana.
Það er mikill skellur fyrir City sem er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og á fjóra leiki eftir í deild.
Pep Guardiola, stjóri City, tjáði sig um meiðsli Ederson eftir leikinn.
,,Þetta lítur ekki vel út, við þurfum að sjá til með læknunum á morgun,“ sagði Guardiola.