Áður en John fór niður með Titanic, náði hann að koma eiginkonu sinni í björgunarbát. En í stað þess að reyna að komast í annan björgunarbát tók þessi 47 ára kaupsýslumaður, sem var úr hinni þekktu Astor-fjölskyldu, því rólega um borð, reykti og ræddi við samfarþega sinn.
Hann var einn af ríkustu mönnum heims á þessum tíma en auður hans var talinn nema 87 milljónum dollara á þeim tíma en það svarar til nokkurra milljarða dollara í dag.
Eiginkona hans lifði af. Vincent sonur þeirra gaf William Dobbyn, ritara John, úrið góða.
Úrið var nýlega selt á uppboði hjá Henry Aldridge & Son í Wiltshire á Englandi. Reiknað var með að 100.000 til 150.000 pund myndu fást fyrir það. En niðurstaðan var enn betri en það því það var selt á tæplega 1,2 milljónir punda en það svarar til um 210 milljóna íslenskra króna.
Sky News segir að þetta sé hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir mun úr Titanic. Fyrra metið var 1,1 milljón punda sem fékkst fyrir fiðlu sem spilað var á á meðan skipið sökk.