fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Eyjan
Mánudaginn 29. apríl 2024 07:30

Timo Vornanen. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að finnski þingmaðurinn Timo Vornanen hafi verið „maður helgarinnar“ í Finnlandi og það ekki af góðu. Vornanen, sem er þingmaður flokksins Sannir Finnar, var handtekinn fyrir utan næturklúbb í Helsinki aðfaranótt föstudags eftir að hann hafði dregið upp skammbyssu og hleypt einu skoti af.

Lögreglan var kölluð að næturklúbbi í miðborg Helsinki aðfaranótt föstudags eftir að skoti var hleypt af fyrir utan hann. Skömmu síðar var 54 ára karlmaður handtekinn.

Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá nafni hans en finnskir fjölmiðlar segja engan vafa leika á að þetta sé Timo Vornanen sem hefur setið á þingi síðan í apríl 2023.

Harri Vuorenpää, ritari þingflokksins, staðfesti þetta á X. Hann skrifaði meðal annar á laugardagskvöldið að flokksbróðir hans hefði verið látinn laus úr haldi. „Við getum hvorki tekið þátt í rannsókninni né viljum við taka þátt í henni. Lögreglan sér um rannsóknina og við óskum henni góðs gengis,“ skrifaði hann.

Riikka Purra, formaður Sannra Finna, skrifaði á X að nú þurfi að gefa lögreglunni vinnufrið til að rannsaka málið. Hún sagði einnig að auk þeirrar refsingar sem þingmaðurinn kunni að verða dæmdur til, muni flokkurinn og þingflokkurinn afgreiða málið á viðeigandi hátt.

Vornanen sótti þingfund á fimmtudaginn og stóð fundurinn til klukkan tvö aðfaranótt föstudags. Að honum loknum fór hann með flokkssystkinum sínum á næturklúbbinn Ikhu en þar er boðið upp á karókí.

Um klukkan 03.30 er Vornanen sagður hafa lent í deilum við gest á staðnum. Ekki er vitað hvað þeir deildu um. En þegar þeir rákust á hvorn annan um hálfri klukkustund síðar fyrir utan klúbbinn færðist heldur betur fjör í leikinn.

Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að 54 ára karlmaður hafi dregið upp löglega og skráða skammbyssu, sem hann var með á sér, og hafi beint að fólki áður en hann hleypti einu skoti af í jörðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“