KR 2 – 3 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson(’59)
0-2 Viktor Örn Margeirsson(’76)
1-2 Stefán Árni Geirsson(’87)
1-3 Jason Daði Svanþórsson(’90)
2-3 Benoný Breki Andrésson(’90, víti)
Breiðablik svaraði mjög vel fyrir sig í kvöld eftir mjög óvænt tap gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni.
Blikar heimsóttu KR að þessu sinni og höfðu betur með þremur mörkum gegn tveimur.
Leikurinn var fínasta skemmtun en grasið á KR-vellinum er ekki í frábæru standi og var erfitt fyrir bæði lið að spila góðan fótbolta.
Blikar gerðu öll mörk sín í seinni hálfleiknum og komust í 2-0 forystu áður en Stefán Árni Geirsson lagaði stöðuna fyrir heimaliðið.
Jason Daði Svanþórsson nýtti sér mistök Guy Smit, markmanns KR, stuttu eftir mark Stefáns og kom Blikum í 3-1.
Nánast í næstu sókn fékk KR svo vítaspyrnu og úr henni skoraði Benoný Breki Andrésson sem gaf þeim svarthítu von fyrir lokasprettinn.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð og lokatölur 3-2 fyrir Blikum eftir fimm marka seinni hálfleik
KR var að tapa sínum öðrum leik í röð eftir að hafa legið gegn Fram í síðustu umferð, 1-0.