fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. apríl 2024 19:30

Frá Dublin á Írlandi. Mynd:Getty. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska þingið hefur samþykkt lög sem heimila stjórnvöldum að senda hælisleitendur, sem dvelja ólöglega í Bretlandi, til Rúanda. Þetta hefur vakið mikinn ótta meðal tugþúsunda hælisleitenda sem eru nú þegar í landinu. Nú hafa sumir þeirra fundið útleið, að minnsta kosti að því að þeir telja.

Þetta er kannski ekki útleið, heldur leið til að vera áfram í Evrópu.

Þeir fara einfaldlega til Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og þaðan geta þeir farið yfir til Írlands. Ekkert vegabréfaeftirlit er á landamærum Norður-Írlands og Írlands samkvæmt ákvæðum Brexit-samningsins og því er ekkert mál fyrir hælisleitendurna að komast til Írlands.

Helen McEntee, dómsmálaráðherra Írlands, sagði þingnefnd að um 80% af nýju förufólki í landinu hafi komið í gegnum Norður-Írland af ótta við að verða sent til Rúanda. Reuters skýrir frá þessu.

Michael Martin, utanríkisráðherra, sagði að vaxandi fjöldi förufólks á Írlandi og bresku Rúanda-lögin séu eðlileg afleiðing af getuleysi Breta í að hafa stjórn á straumi innflytjenda í kjölfar Brexit.

Í samtali við Daily Telegraph sagði hann að stefna Breta í málaflokknum hafi íþyngt Írum allt síðan fyrst var nefnt að senda ætti hælisleitendur til Rúanda. „En það var kannski ætlunin,“ sagði hann.

Flóttamannastraumurinn til Írlands hefur aukið enn á húsnæðisvandann í landinu en um 14.000 Írar er nú heimilislausir.

Á síðasta ári sóttu 13.000 um hæli á Írlandi en það eru tæplega fimm sinnum fleiri en 2019. Nú þegar eru rúmlega 100.000 flóttamenn á Írlandi, þar af eru um 75.000 frá Úkraínu.

Helen McEntee sagði þingnefnd í síðustu viku að hún muni fljótlega kynna neyðarlöggjöf sem veiti stjórnvöldum heimild til að afgreiða mál hælisleitenda hratt svo hægt verði að senda þá aftur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“