Javier Bordelas, forseti Getafe á Spáni, hefur í raun staðfest það að Mason Greenwood verði ekki keyptur til félagsins í sumar.
Greenwood mun reynast of dýr fyrir Getafe í sumar en hann er á mála hjá Manchester United.
Bordelas er þó opinn fyrir því að halda Greenwood í eitt ár til viðbótar á láni en önnur lið í Evrópu sýna mikinn áhuga.
Englendingurinn hefur staðið sig nokkuð vel í vetur og er með átta mörk í La Liga.
,,Við erum ekki búnir að ræða framtíðina ennþá, hann er í sömu stöðu og aðrir sem eru hér á lánssamningi,“ sagði Bordelas.
,,Þegar tímabilinu lýkur þá getum við rætt málin og séð hvort við getum haldið Mason í ár til viðbótar. Þetta er undir honum og hans félagi komið.“