Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við granna sína í Tottenham.
Tottenham fékk alvöru skell í fyrri hálfleiknum í dag en Arsenal var komið með þriggja marka forystu eftir aðeins 38 mínútur.
Tottenham sá í raun aldrei til sólar í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og var staðan 3-0 fyrir gestunum eftir fyrstu 45 mínúturnar.
Cristian Romero lagaði stöðuna fyrir Tottenham á 64. mínútu en hann nýtti sér þar mistök markmanns gestanna, David Raya.
Undir lok leiks fékk Tottenham svo vítaspyrnu eftir brot Declan Rice og úr henni skoraði Heung Min Son örugglega.
Lokatölur 3-2 fyrir Arsenal en hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Tottenham: Vicario (6); Porro (6), Romero (7), Van de Ven (6), Davies (6); Hojbjerg (5), Bentancur (6); Kulusevski (6), Maddison (5), Werner (6); Son (7).
Varamenn: Johnson (6), Sarr (6), Richarlison (6), Bissouma (6).
Arsenal: Raya (5); White (6), Saliba (6), Gabriel (6), Tomiyasu (6); Partey (7), Rice (6), Odegaard (6); Saka (8), Havertz (9), Trossard (6).
Varamenn: Martinelli (6)