FH vann flottan sigur á Akranesi í dag er liðið mætti ÍA í einum af tveimur fyrri leikjum dagsins.
Logi Hrafn Róbertsson var hetja FH í Akraneshöllinni en hann gerði sigurmark leiksins í seinni hálfleik.
FH var að vinna sinn þriðja sigur í röð í Bestu deildinni eftir að hafa tapað gegn Blikum í fyrstu umferð.
Skagamenn eru með sex stig eftir fjórar umferðir og eru í fínum málum þrátt fyrir tvö töp gegn sterkum andstæðingum.
Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum en Ísak Óli Ólafsson var rekinn af velli hjá FH og Oliver Stefánsson hjá heimaliðinu undir lok leiks.
Á sama tíma vann Vestri sinn annan sigur í sumar en liðið fékk HK í heimsókn og hafði betur, 1-0.
ÍA 1 – 2 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson(’13)
1-1 Viktor Jónsson(’42)
1-2 Logi Hrafn Róbertsson(’54)
Vestri 1 – 0 HK
1-0 Benedikt V. Waren(’73)