Ástralski söngvarinn Peter Andre og eiginkona hans, Emily MacDonagh, hafa ekki getað komið sér saman um nafn á þriðja barn þeirra. Stúlkubarnið er nú orðið mánaðar gömul og er kölluð Bubba.
Í frétt Telegraph um málið segir að hjónin geti ekki valið á milli tveggja kosta. Annars vegar Athena, með vísun í hina forngrísku viskugyðju, annars vegar og hins vegar Charlotte, því Peter vill að dóttirin verði kölluð Charlie.
Reglurnar í Bretlandi, þar sem fjölskyldan býr, segja til um að barnið verði að fá nafn og liggja sektir við því ef foreldrar skrá ekki nafn á tilskyldum tíma. Í Englandi og Wales er fresturinn 42 dagar, annars skellur á 200 punda sekt. Ekki er hins vegar víst að Peter Andre og frú láti það hafa mikil áhrif á sig. Stjarnan sem söng Mysterious Girl ætti að geta borgað þá summu, sem jafngildir um 35 þúsund íslenskar krónur.
Andre á fjögur börn fyrir og hefur, að því best er vitað, ekki lent í slíkum vandræðum áður. Það eru Junior Savva og Princess Tiaamii Crystal Esther með fyrri eiginkonu sinni og Millie og Theo með Emily.
Hér á Íslandi gilda vitaskuld nöfn um mannanöfn og þar eru hvatar til þess að foreldrar nefni börnin sín. Íslendingar hafa hins vegar mun rýmri fresti en Bretar.
Í 2. grein segir að mannanafnalaga segir að skylt sé að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess.
Í 25. grein laganna segir að sé barni ekki gefið nafn innan þess tímafrests skuli Þjóðskrá Íslands vekja athygli foreldranna á þessu ákvæð og skora á þá að gefa barninu nafn án tafar.
Sinni foreldrarnir þessu ekki og tilgreini engar gildar ástæður fyrir drættinum á nafngjöfinni er Þjóðskrá heimilt að leggja á dagsektir. Þær verða að vera að undangenginni ítrekaðri skriflegri áskorun þó.
Þessar dagsektir mega vera allt að 1.000 krónum á dag þangað til barninu er gefið nafn.
„Hámarksfjárhæð dagsekta miðast við vísitölu neysluverðs í janúar 1996 og breytist í samræmi við breytingar hennar. Dagsektir renna í ríkissjóð og má gera aðför til fullnustu þeirra,“ segir í lögunum.