fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Fókus
Sunnudaginn 28. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að uppþotið innan Kveiks-teymis RÚV hafi verið ein af stærri fréttum vikunnar. Um var að ræða innslag sem fréttakonan þjóðkunna, María Sigrún Hilmarsdóttir, hafði unnið að í marga mánuði en að endingu ákvað ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, að birta ekki umfjöllunina og reka María Sigrúnu úr teyminu með þeim orðum að hæfileikar hennar nýttust betur í að lesa fréttir en vinna rannsóknarvinnuna á bak við þær.

Ekki sér fyrir endann á væringunum en María Sigrún, sem hefur starfað á RÚV í tæpa tvo áratugi, hefur verið opinská með það að henni er verulega misboðið.

María Sigrún Hilmarsdóttir

Yngri bróðir Maríu Sigrúnar er ekki heldur ókunnur sjónvarpsskjám landsmanna en það er Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands og einn af eigendum lögfræðistofunnar Réttar. Eðli málsins samkvæmt er hann reglulegur viðmælandi fréttastofa landsins varðandi hin ýmsu lögfræðilegu álitamál.

Sigurður Örn Hilmarsson

Foreldrar systkinanna eru þau Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, og Svanhildur Sigurðardóttir, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, meðal annars sem innkaupastjóri eldsneytis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“