Thomas Muller er oftar en ekki skemmtilegur í viðtölum en hann ræddi við Sky Sports eftir leik Bayern Munchen í gær.
Muller var þar spurður út í Thomas Tuchel, stjóra Bayern, sem mun láta af störfum í sumar eftir um eitt og hálft ár í starfi.
Uli Hoeness, goðsögn Bayern, sem situr nú í stjórn félagsins violl meina að Tuchel hafi ekki áhuga á að vinna með yngri leikmönnum liðsins sem varð til þess að sá síðarnefndi svaraði fyrir sig fullum hálsi.
Muller vill helst halda sig sem lengst frá þessu máli og segist í raun vera drullusama um það sem er sagt í blöðunum.
,,Ef þið spyrjið skemmtilegra spurninga þá hlustum við, Patrick þú ert einn besti íþróttablaðamaðurinn,“ sagði Muller.
,,Ég segi það sama og Oliver Kahn sagði um málið – mér er drullusama. Þetta er eins og þegar ég reyni að skora mörk, þú ert að reyna að klára þetta mál.“