Það eru margir farnir að kannast við nafnið Paul Mullin en hann leikur með liði Wrexham í ensku fjórðu deildinni.
Wrexham er búið að tryggja sér sæti í þriðju efstu deild og vann lið Stockport 2-1 í lokaumferðinni í gær.
Mullin gat bætt met Thierry Henry og Harry Kane með marki í viðureigninni en mistókst að komast á blað.
Henry og Kane eiga það sameiginlegt að hafa skorað 25 mörk eða meira þrjú tímabil í röð á Englandi – líkt og Mullin.
Mullin gat hins vegar gert enn betur og skorað 25 mörk eða fleiri fjórða tímabilið í röð en það heppnaðist ekki í gær.
Mullin endar tímabilið með 24 mörk en hann skoraði 28 mörk á síðasta tímabili.