Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vorkennir sóknarmanninum Marjcus Rashford sem hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur.
Rashford var stórkostlegur fyrir United á síðustu leiktíð en hefur ekki náð sömu hæðum undanfarna mánuði.
Ten Hag segist vorkenna Rashford og telur að um sé að ræða leikmann sem geti skorað yfir 30 mörk á hverju einasta tímabili.
,,Ég vorkenni Rashy, hann átti frábært tímabil í fyrra, það besta á hans ferli,“ sagði Ten Hag við blaðamenn.
,,Allir ættu að hjálpast að og koma honum á sama stað og hann var á, hann þarf á þessum stuðningi að halda.“
,,Að mínu mati þá getur hann skorað 25 til 35 mörk á hverju tímabili.“